Snyrtimidstöðin er ein af elstu og jafnframt glæsilegustu snyrtistofum landsins.
Í dag starfa að jafnaði starfa 5-7 manns á stofunni.

Rósa Þorvaldsdóttir (ásamt Elísabetu Magnúsdóttur) stofnaði snyrtistofuna 25. ágúst 1979 og hefur starfað óslitið við hana síðan.

Hjá okkur starfar aðeins fagfólk sem fylgist vel með öllum nýjungum og vinnur eingöngu uppúr hágæða snyrtivörum.

Í upphafi hét stofan FEGRUN og var til húsa í Búðargerði 12. Árið 1998 sameinuðust FEGRUN og Snyrtistofa Halldóru í húsnæði Kringlunni 7, í Húsi Verzlunarinnar og breyttu nöfnunum í SNYRTIMIÐSTÖÐINA LANCOME sem er bein þýðing úr Le centre de beauty Lancome. Í október 2014 hættum við að nota og selja Lancome snyrtivörur og fór þá Lancome heiti stofunar út svo í dag heitir hún Snyrtimiðstöd.

Við á Snytimiðstöðinni höfum ávallt lagt okkur fram að vera fyrsta flokks snyrti-, nudd-, og fótaaðgerðastofa. Hvort sem það er í fagmennsku, aðstöðu, tækni, eða vörum, þessir þættir eru í stöðugri endurnýjun.

Í öllum andlits og líkamsmeðferðum fylgir húðgreining og ráðleggingar um umhirðu húðar og val á snyrtivörum. Lögð er áhersla á þægilegt andúmsloft, kertaljós og slökunartónslist eru í hverri meðferð.

Snyrtimiðstöðin var í öðru sæti af bestu snyrtistofum ársins 2007 og Rósa vann Íslandsmeistaratitilinn í handsnyrtingu og lökkun. Þess má geta að þetta er eina keppni sinnar tegundar sem haldin hafa verið hér á landi.

Umfjöllun í DV – 27.janúar 2017